Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?“ Þar vísar hún m.a. til þess að margt bendi til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en skattalækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar sem ríkisstjórnin hefur sagt að sé markmið breytinga á virðisaukakerfinu. Full ástæða sé því til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða og fátt muni standa eftir nema hærra matvöruverð.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?