Hátíðarhöld um allt land 1. maí

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks. Yfirskrift 1. maí þetta árið er Samstaða - sókn til nýrra sigra. Í því felst hvatning til okkar allra til að sýna samstöðu í verki og sækja fram.

Mundu eftir kaffinu í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89 í Reykjavík eftir að útifundinum á Ingólfstorgi lýkur.

Þetta árið verður Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ræðumaður í Hafnarfirði. Þar mun hún meðal annars fjalla um fé í skattaskjólum, kjarasamninga, heilbrigðiskerfið og fjölskylduvænna samfélag.

Garðar Hilmarsson, annar varaformaður BSRB og formaður Starfsmannfélags Reykjavíkurborgar, mun flytja ávarp í Búðardal. Þá mun Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnarmaður BSRB, flytja ávarp á Ingólfstorgi í Reykjavík.

Dagskrána þann 1. maí víða um land má sjá hér að neðan.

Reykjavík

Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00 en gangan hefst kl. 13.30
Lúðrasveitir leika í göngunni
Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg
Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10
Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni þegar hún kemur inn á Ingólfstorg.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ flytur ávarp
Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur ávarp
Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar
Fundarstjóri - Þórarinn Eyfjörð
Fundi slitið um kl. 15.00

Baráttukaffi hjá stéttarfélögunum að fundi loknum.

BSRB verður með kaffi í húsi sínu að Grettisgötu 89.

Hafnarfjörður

Kl. 13:30 Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6
kl. 14.00 Kröfuganga leggur af stað - Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun
Kl. 14:30 Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 - Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús
Fundastjóri - Jóhanna M. Fleckenstein
Ávarp dagsins - Linda Baldursdóttir Varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar
Ræða - Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
Skemmtiatriði - Sólmundur Hólm
Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum

Akranes

Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á 1. maí. Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri - Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins - Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög
Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00
Kaffiveitingar

Borgarnes

Hátíðar- og baráttufundur hefst í Hjálmakletti kl. 11.00
Dagskrá:
Hátíðin sett - Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands
Barnakór undir stjórn Steinunnar Árnadóttur syngur nokkur lög
Ræða dagsins - Sigurður Bessason formaður Eflingar stéttarfélags og 2. varaforseti ASÍ
Alda Dís og Mummi taka lagið
Freyjukórinn, Zsuzsanna Budai stjórnar
Kynnir - Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar
Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um veitingarnar.
Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa

Stykkishólmur

Hótel Stykkishólmi kl.13:30
Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir, formaður
Ræðumaður: Steinunn Magnúsdóttir grunnskólakennari Stykkishólmi
Karlakórinn Kári
Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson
Magga Stína og undirleikari
Kaffiveitingar

Grundarfjörður

Samkomuhúsinu kl.14:30
Kynnir: Bervin Sævar Guðmundson sjómaður
Ræðumaður: Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands
Karlakórinn Kári
Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson
Magga Stína og undirleikari

Snæfellsbær

Félagsheimilinu Klifi kl.15:30
Kynnir: Guðmunda Wíum ritari SDS
Ræðumaður: Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands
Karlakórinn Kári
Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson
Magga Stína og undirleikari
Kaffiveitingar
Sýning eldriborgara
Bíósýning kl. 18

Búðardalur

1.maí 2016 samkoma í Dalabúð hefst kl.14:30
Dagskrá:
Kynnir - Kristín G. Ólafsdóttir
Ræðumaður - Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannfélags Reykjavíkurborgar
Skemmtiatriði - Halldór Ólafsson (Lolli) trúbador og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður
Kaffiveitingar

Ísafjörður

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 13:45. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.
Dagskráin í Edinborgarhúsi:
Lúðrasveit tónlistarskólans - Stjórnandi Madis Maekalle
Ræðumaður dagsins - Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga
Söngatriði - Stúlknatríóið HIK syngur nokkur lög
Jafnrétti og margbreytileiki - Sædís María Jónatansdóttir áhugakona um jafnréttismál
Tónlistaratriði - Sindri Freyr Sveinbjörnsson, Ísland got talent stjarna, spilar og syngur
Tónlistaratriði - Blúshljómsveitin Akur flytur nokkur lög
Kaffiveitingar í umsjón Slysavarnardeildarinnar Iðunnar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Bolungarvík

Dagskráin hefst kl. 14:30
Kaffi og meðlæti í Félagsheimili Bolungarvíkur, 7. og 8. bekkur Grunnskólans sér um veitingarnar Tónlistarskóli Bolungarvíkur skemmtir með tónlist og söng, Hjörtur Traustason Voice stjarna syngur nokkur lög

Suðureyri

14:00 Kröfuganga frá Brekkukoti
Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar
Félagsheimili Súgfirðinga - Kaffiveitingar
Ræða dagsins - Finnbogi Sveinbjörnsson formaður VerkVest
Tónlistarflutningur/ söngur barna. - HIK söngur stúlknatríó

Blönduós

Félagsheimilið á Blönduósi kl. 15.00
USAH sér um kaffiveitingar að venju
Skarphéðinn Einarsson og hulduherinn hans munu sjá um tónlistaratriði
Ræðumaður dagsins - Ósk Helgadóttir , varaformaður Framsýnar-stéttarfélags í Þingeyjarsýslum
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög, stjórnandi - Sveinn Árnason
Bíósýning fyrir börnin, góðar veitingar og frábær dagskrá

Akureyri

Kl. 13:30 Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
Kl. 14:00 Kröfuganga leggur af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Hildur Sif Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og félagsmaður í KÍ Aðalræða dagsins - Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og SGS
Skemmtidagskrá - Hundur í óskilum verður með brot úr sögu verkalýðshreyfingarinnar Kór Akureyrarkirkju - Söngur Borgarasviðsins
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði milli kl. 14:30 og 17:00
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Margrét Jónsdóttir
Kaffiveitingar

Húsavík

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí kl. 14:00.
Dagskrá:
Ávarp - Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags
Söngur - Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir
Hátíðarræða - Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
Söngur og grín - Stefán Jakobsson ásamt Anda Ívarssyni flytja nokkur lög og grínast milli laga.
Gamanmál - Gísli Einarsson sjónvarpsmaður og skemmtikraftur
Söngur - Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen syngja nokkur þekkt dægurlög eins og þeim einum er lagið
Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar og Jóna Matthíasdóttir stjórnar samkomunni
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna

Þórshöfn

16:00 Karlakór Akureyrar þenur raddböndin af alkunnri snilld í Þórshafnarkirkju
17:00 Kaffiveitingar í Þórsveri framreiddar af dugnaðarforkunum í kvenfélagi Þórshafnar
Kynning á Verkalýðsfélaginu og krakkar úr tónlistarskólanum spila
Hundur í óskilum slær botninn í samkomuna
Allir velkomnir jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn

Vopnafjörður

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði
Ræðumaður - Gunnar Smári Guðmundsson

Borgarfjörður eystri

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12:00
Kvenfélagið Eining sér um veitingar
Ræðumaður - Reynir Arnórsson

Seyðisfjörður

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00
8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði
Ræðumaður - Lilja Björk Ívarsdóttir

Egilsstaðir

Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.00
Morgunverður og tónlistaratriði
Ræðumaður - Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfjörður

Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00
9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar
Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður - Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eskifjörður

Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00
Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar
Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður - Sigurður Hólm Freysson

Neskaupstaður

Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14:00
Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað
Ræðumaður - Sverrir Mar Albertsson

Fáskrúðsfjörður

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00
Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður - Lars Jóhann Andrésson

Stöðvarfjörður

Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00
Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður - Eva María Sigurðardóttir

Breiðdalsvík

Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli kl. 14:00
Kaffiveitingar og tónlistaratriði.
Ræðumaður - Elva Bára Indriðadóttir

Djúpavogur

Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 11:00
Morgunverður og tónlistaratriði.
Ræðumaður - Grétar Ólafsson

Hornafjörður

Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl. 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld
Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar
Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði
Ræðumaður - Grétar Ólafsson

Selfoss

Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra.
Kynnir - Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags
Ræður dagsins - Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum
Skemmtiatriði - Danshópurinn Flækjufótur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir.
Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.

Vestmannaeyjar

Kl. 14.00 Verkalýðsmessa í Landakirkju
Kl. 15.00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum
Kristín Valtýsdóttir flytur 1. maí ávarpið
Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina
Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana

Reykjanesbær

Hátíðardagskrá í Stapa
Kl.13:45 Húsið opnar, Guðmundur Hermannsson leikur létt lög
Kl.14:00 Setning Ólafur S. Magnússon, FIT
Söngur - Jóhanna Ruth Luna Jose
Ræða dagsins - Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og 1. varaforseti ASÍ
Gamanmál - Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Söngur - Magnús Kjartansson
Sönghópur Suðurnesja, stjórnandi Magnús Kjartansson
Kynnir - Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. Verslunarmanna.
Kl.13:00 - Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík

Sandgerði

Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 – 17.
Kaffi og meðlæti.


Við hverjum fólk til að fjölmenna, hvar svo sem það verður á landinu þann 1. maí!


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?