Hátíðarkveðja frá starfsfólki BSRB!

Við starfsfólk skrifstofu BSRB óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega samstarfið og samskiptin á árinu sem er að líða og hlökkum til að halda áfram af fullum krafti á nýju ári.

Skrifstofan verður opin eins og venjulega alla virka daga í kringum hátíðarnar en eins og áður minnum við á sóttvarnarráðstafanir og hvetjum alla sem eiga erindi í húsið að spritta og nota grímur til að takmarka líkur á smiti.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?