"Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er
boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það
staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu
heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að
halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt
brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé
haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri
þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera," segir meðal annars í greininni sem nálgast má hér vef Vísis.
Höfnum leið misskiptingar
03. feb 2015
"Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum," er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mögulega einkavæðingu í heilbrigðiskerfisins og þau félagslegu og fjárhagslegu áhrif sem slíkar aðgerðir kunna að hafa.