Hvað tefur í húsnæðismálum?

„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi.

„Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt,“ segir meðal annars í greininni sem má nálgast hér á vef Vísis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?