Hver ber ábyrgð? Af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi

ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fíh, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF standa fyrir hádegisfundi í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars.

Yfirskrift fundarins er „Hver ber ábyrgð? Af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi" og verður hann haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, sal FG á 2. hæð og streymt á Zoom kl. 11:30-13:00, 8. mars. Hann fer fram á íslensku en rittúlkun verður á ensku.

Fundarstýra: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

 
 
 
 
Fyrirlesarar:
● Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðjöf. Fæðingarorlof - reynsla, þróun og framtíðarsýn - 20 mín.
● Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi.
● Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla. Titil erindis vantar, samanburðartölur/staðan í leikskólamálum, virðing, peningar og fólk.
Að loknum erindum verða pallborðsumræður með Anna Maria Milosz - skrifstofufulltrúi hjá Reykjavíkurborg , Guðnýju Björk Eydal - prófessor í félagsráðgjöf, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur - hagfræðingur BSRB, Sveinlaugu Sigurðardóttur - varaformaður Félags leikskólakennara

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?