Jöfnuður síst of mikill

„Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna,“ er á meðal þess sem Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag í tilefni 1. maí, baráttudegi verkalýðsins.

„Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts.“

lesa má greinina í heild sinni hér á vef Vísis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?