Kári Stefánsson á opnum fundi um heilbrigðismál

BSRB heldur opinn fund um heilbrigðismál 9. október næstkomandi.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og áhugamaður um heilbrigðiskerfið, verður frummælandi á opnum hádegisfundi BSRB um heilbrigðismál mánudaginn 9. október næstkomandi.

Yfirskrift fundarins verður: Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu – Hver er hagur sjúklinga?

Fundurinn fer fram í húsnæði BSRB við Grettisgötu 89. Hann hefst klukkan 12:00 og mun standa í um klukkustund. Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Við hvetjum þá sem ætla að mæta til að skrá sig á Facebook-síðu fyrir fundinn.

Birgir Jakobsson landlæknirBirgir Jakobsson landlæknir mun opna fundinn með stuttu ávarpi. Embætti landlæknis sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem greint er frá því að vísbendingar séu um að einkareknar læknastofur geri fjölda óþarfa aðgerða og fái greitt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands.

Að loknu ávarpi landlæknis mun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, flytja erindi. Yfirskrift erindisins er: Að hlúa að meiddum og sjúkum.

Kári hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að íslenska heilbrigðiskerfið verði eflt verulega. Hann stóð fyrir undirskriftarsöfnun þar sem þess var krafist að 11% vergrar landsframleiðslu renni til heilbrigðismála. Þegar undirskriftalistinn var afhentur stjórnvöldum síðasta vor höfðu tæplega 87 þúsund skrifað undir áskorunina. Hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir skrifað undir undirskriftalista hér á landi.

Lestu meira um baráttu BSRB gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?