Kertafleyting í Reykjavík og á Akureyri

Kertum verður fleytt á Reykjavíkurtjörn og á Minjasafnstjörninni á Akureyri þriðjudagskvöldið 9. ágúst til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Þetta verður 32. kertafleytingin hér á landi, en í ári er 71 ár liðið frá því kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar tvær.

Með kertafleytingunum er lögð áherslu á kröfuna á heim án kjarnorkuvopna. Friðarsinnar telja mikilvægt að komandi kynslóðir dragi lærdóma af kjarnorkuárásunum og tryggt verði að slíkum vopnum verði aldrei framar beitt.

Kertafleytingin á Reykjavíkurtjörn hefst klukkan 22:30 þriðjudaginn 9. ágúst og verður safnast saman við suðvestur bakka Tjarnarinar, við Skothúsveg. Flotkerti verða seld við Tjörnina á 500 krónur. Á Akureyri hefst fleytingin klukkan 22 og fer fram á Minjasafnstjörninni.

BSRB hvetur alla til að mæta og taka þátt í að krefjast heims án kjarnorkuvopna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?