Kjaradeilu BSRB-félaga og Isavia vísað til sáttasemjara

Kjarasamningsviðræður þriggja af aðildarfélögum BSRB sem semja við Isavia ohf. hafa litlum árangri skilað á síðustu fundum á milli samningsaðila. Að loknum síðasta fundi félaganna þriggja, sem eru SFR–stéttarfélag í almannaþjónustu, FFR–félag flugmálastarfsmanna ríkisins og LSS–Landsamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, var því ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Beiðni þess efnis hefur nú verið send til sáttasemjara sem mun væntanlega taka málið fyrir á næstu dögum.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?