Kjaramálafundur eldri borgara í Hofi

Félag eldri borgara á Akureyri býður til almenns fundar um í Hofi Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 16.00.

Formaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir sækir fundinn fyrir hönd bandalagsins og tekur þátt í pallborði um aðgerðir stjórnvalda í þágu eldri borgara í tengslum við komandi kjarasamninga. Með henni í pallborði verða Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA auk fulltrúa ýmissa stéttafélaga.

Fundurinn er opinn öllum 60 ára og eldri og við hvetjum félagsfólk til að sækja fundinn.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?