Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Samninganefnd SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna - ákvað á fundi sínum í gær að vísa viðræðum um endurnýjun kjarasamninga SFR, SLFÍ og LL við fjármálaráðherra til ríkissáttasemjara. Samningsaðilar hafa fundað síðan í mars og telja fulltrúar samninganefndar félaganna fullreynt að ná samningi á milli aðila án milligöngu ríkissáttasemjara.

Eins og kunnugt er lögðu félögin þrjú fram sameiginlega kröfugerð í mars síðastliðinn, en þau eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5200 manns.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?