Kjölur samþykkir nýjan samning

Kjölur, eitt stærsta einstaka aðildarfélagið innan BSRB sem telur um 1000 félagsmenn sem starfa á svæðunum í kringum Akureyri og allt vestur til Borgarness, hefur skrifað samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið.

Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Kjalar og ríkisins fór þannig að samningurinn var samþykktur með 65% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 215, þar af kusu 156, já sögðu 65% alls 101 félagsmaður, nei sögðu 33 eða 21%, auðir og ógildir voru 22 eða 14%. Kjörsókn var 73% og fór fram með póstkosningu í umsjón trúnaðarmanna.

Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir að hluta til á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar af BSRB félögum að undanförnu. Samningurinn nær til félagsmanna Kjalar sem starfa hjá ríkinu.

Samkvæmt samningnum mun 2,8% launahækkun, eða 8 þúsund, frá taka gildi frá og með 1. mars 2014. Á launataxta sem eru lægri en 230.000 komur sérstök hækkun til viðbótar um 1.750 kr. Þá var samið um tvær eingreiðslur, 14.600 kr. við samþykkt kjarasamnings og 20 þúsund í lok samnings 1. apríl 2015. Orlofsuppbót verður 39.500 kr. og persónuuppbót verður 73.600 kr. en það er hækkun upp á 32.300.

Helstu atriði samningsins eru:

  • að laun hækki um 2,8% eða að lágmarki 8000. kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Á launum sem eru lægri en 230.000 kr. á mánuði komi sérstök hækkun til viðbótar að upphæð 1.750 kr.
  • · við samþykkt samningsins greiðist 14.600 kr. eingreiðsla miðað við fullt starf í febrúar 2014 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði þar sem það á við.
  • eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015 greiðist þann 1. apríl 2015 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði.
  • persónuuppbót verður á samningstímanum 73.600 kr.
  • · orlofsuppbót verður á samningstímanum 39.500 kr.
  • í samningnum er auk þess að finna leiðréttingar er snúa að vaktavinnufólki
  • Nýr kafli um fræðslumál kveðjur á um uppsöfnun námsfría
  • samningurinn mun gilda frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015

 

Fyrsti samningafundur BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar farið fram og áformað er að halda þeim viðræðum áfram á næstu dögum. Samningur Kjalar við Samband íslenskra sveitarfélaga gildir út apríl mánuð.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?