Kjölur semur við Norðurorku hf.

Kjölur undirritaði nýverið kjarasamning við Norðurorku hf. vegna félagsmanna sem starfa þar. Kjarasamningurinn tekur mið að kjarasamningum gerðum á almenna vinnumarkaðnum sl. vetur.

Upphafshækkun er 26.500 á launatöflu. Árið 2016 er launahækkunin 5,5%, árið 2017 er hækkunin 3% og árið 2018 2%. Kjarasamningurinn gildir frá 1. september til 31. desember 2018. Þá er eingreiðsla og starfsaldurbreyting inni í samningum. Endurskoðunarákvæði eru í febrúarmánuði ár hvert, 2016, 2017 og 2018. 

Kosningu um kjarasamninginn er lokið og var hann samþykktur með 89% greiddra atkvæða


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?