Konur í hefðbundnum karlastörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.

Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga konum á fagsviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta.

Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 8:30 með ávarpi félags-og húsnæðismálaráðherra og lýkur kl. 10:15. 

Gjald fyrir morgunverð er 2.500 kr. og er hann framreiddur frá kl. 08:00.

Dagskrá


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?