Konur í stéttastríði

Konur í stéttastríði er yfirskrift fundar sem haldinn verður á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti á morgun, þriðjudaginn 8. mars. Fundurinn verður haldinn í Iðnó og hefst klukkan 17.

Mælendur á fundinum verða þær Sólveig Anna Jónsdóttir, Christina Milcher og Jónína Björg Magnúsdóttir. Þá mun Guðrún Hannesdóttir lesa ljóð og Ásdís María Viðarsdóttir taka lagið. Kynnir verður Kolbrún Halldórsdóttir.

Við hvetjum félaga í aðildarfélögum BSRB til að fjölmenna á fundinn.

Við minnum einnig á hádegisverðarfund um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum sem haldinn verður á morgun. Nánari upplýsingr um þann fund má lesa með því að smella hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?