1. maí 2023

Launafólk hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum áratugum með samstöðu. Þá samstöðu sýnum við meðal annars í kröfugöngu 1. maí en í ár eru 100 ár frá fyrstu göngunni á Íslandi.

BSRB hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í kröfugöngu og fundarhöldum þann 1. maí, hvar sem þeir eru á landinu.

Í Reykjavík verður gengið frá Skólavörðuholti að þessu sinni klukkan 13:00 og haldið niður Skólavörðustíg niður á Ingólfstorg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB verður meðal ræðumanna.

Við bjóðum svo alla velkomna í hús BSRB við Grettisgötu 89 eftir fundinn. Boðið verður upp á kaffi og dýrindis meðlæti til að ylja göngufólki.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?