Kröfugerð SFR, SLFÍ og LL birt

Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna lögðu í dag fram sameiginlega kröfugerð félaganna í komandi kjarasamningum. Félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5200 manns.

Innan Landssambands lögreglumanna eru rúmlega 600 félagsmenn sem allir starfa hjá ríkinu, Sjúkraliðafélag Íslands semur fyrir um 1100 starfsmenn hjá ríkinu og innan SFR stéttarfélags eru rúmlega 3500 manns hjá ríkinu. Fundur með samninganefnd félaganna þriggja og samninganefnd ríkisins fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag.

Kröfugerðin skiptist í tvo hluta, annars vegar er um að ræða sameiginlegar kröfur félaganna og hins vegar eru sérkröfur hvers félags fyrir sig. Meginkröfurnar eru eftirfarandi:

  • Að hækka laun
  • Að stytta vinnuvikuna
  • Að tekin verði upp ný launatafla
  • Útrýma kynbundnum launamun
  • Endurskoða vaktavinnukaflann
  • Laun verði jöfnuð/leiðrétt á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði
  • Tekin verði upp launaþróunartrygging
  • Að samið verði um framlag til sérstakra leiðréttinga eða til endurnýjunar stofnanasamninga
  • Unnið verði að sérkröfum hvers félags

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?