Kvennafrídagurinn: upphaf jafnréttisviku

Kvennafrídagurinn er í dag 24. október og hann markar einnig upphaf jafnréttisviku sem mun standa fram að sérstöku jafnréttisþingi sem fer fram þann 1. nóvember næstkomandi.

Jafnréttisstofa hefur boðað til dagskrár á Akureyri á kvennafrídaginn má nálgast hér. Alla næstu viku munu svo fjölbreyttir fyrirlestrar og aðrar uppákomur verða víðsvegar um landið í tilefni af jafnréttisvikunni, m.a. verður morgunverðarfundur í BSRB húsinu á fimmtudag sem hægt er að fræðast nánar um hér.

Upplýsingar um dagskrá jafnréttisvikunnar verða birtar á síðu Jafnréttisstofu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?