Kynna 3. áfanga rammaáætlunar

Boðað hefur verið til kynningarfundar í Hörpu á morgun þar sem kynna á tillögur verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. BSRB áréttar mikilvægi þess að tryggt verði að nýting náttúruauðlinda verði sjálfbær og að víðtæk sátt ríki meðal Íslendinga um nýtingu þessara auðlinda.

Orkustofnun auglýsti alls 83 kosti til umfjöllunar í þessum þriðja áfanga rammaáætlunar og hafa faghópar verkefnisstjórnarinnar fjallað um 26 virkjanakosti.

Drög að tillögum verkefnisstjórnarinnar verða kynnt á fundi í Hörpu á morgun, fimmtudaginn 31. mars. Hann verður haldinn í Kaldalóni milli klukkan 14 og 16, en fyrir þá sem ekki komast verður sent beint út af fundinum á vef verkefnastjórnarinnar.

Sköpum sátt

Það er skýr stefna BSRB að lokið verði við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, og að það starf fari fram á faglegum grunni en ekki pólitískum. Markmiðið þarf að vera að skapa þá sátt sem þarf að ríkja um nýtingu náttúruauðlinda, og að nýtingin sé sjálfbær.

BSRB hefur mótað sér stefnu í umhverfismálum. Lestu meira í stefnu BSRB.

Fylgstu með BSRB á Facebook til að fá fréttirnar á fréttaveitunni þinni!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?