Kynning á könnun Vörðu um stöðu launafólks

Niðurstöður könnunar Vörðu verða kynntar á veffundi.

BSRB og ASÍ bjóða til veffundar þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins um stöðu launafólks. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að ríflega þriðjungur launafólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og hefur fjárhagsstaðan versnað frá síðasta ári.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 19. janúar kl. 13:00 og er öllum opinn. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér auk þess sem sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.

Á fundinum mun Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynna niðurstöður könnunarinnar sem varpa ljósi á stöðu launafólks. Þá munu Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, bregðast við niðurstöðunum.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna á Facebook-viðburði.

Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins var stofnuð árið 2019 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. Markmiðið með stofnuninni var að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála sem er ætlað að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið á milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Stofnunni er ætlað að dýpa umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu með betri lífsskilyrðum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?