Kynningar- og fræðslufundir LSR í næstu viku

Fræðslufundir LSR um lífeyrismál verða haldnir í næstu viku.

Árlegir kynningar- og fræðslufundir LSR fyrir virka sjóðfélaga verða haldnir í næstu viku. Tilgangur fundanna er að fræðast um lífeyrismál og verður farið yfir uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

Þar sem fundarefnið er sniðið að þörfum fundargesta verða haldnir fundir með mismunandi áherslum eftir því í hvaða lífeyrisdeild er greitt.

  • Fundir fyrir sjóðfélaga í B-deild LSR verða haldnir 28. maí.
  • Fundir fyrir sjóðfélaga í A-deild LSR verða haldnir 29. maí.
  • Fundir fyrir sjóðfélaga í bæði A-deild og B-deild LSR verða haldnir 30. maí.

Tveir fundir verða haldnir hvorn dag og geta sjóðfélagar valið hvorn fundinn þeir mæta á. Fyrri fundurinn verður milli klukkan 8:30 og 10:00 en sá síðari milli klukkan 16:30 og 18:00.

Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá sig á fundinn með því að hringja í síma 510 - 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.

Nánari upplýsingar má finna á vef LSR.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?