Launajafnrétti í brennidepli á Alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu

Í dag, 7. október, standa ITUC - Alþjóðasamtök stéttarfélaga, fyrir Alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu. Dagurinn í ár er helgaður baráttu milljónum launafólks um allan heim fyrir betri launakjörum.

Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars að mikil verðbólga, hátt verðlag matvæla og annara nauðsynja dæmi sífellt fleiri til fátæktar. Starfsemi verkalýðsfélaga séu settar skorður og með því gengið á rétt launafólks í baráttunni fyrir betri kjörum.

Alþjóðasamtök verkalýðshreyfinga standa sameinuð um launaréttlæti. Virða þarf grundvallarréttindi launafólks, skipta út mismunun fyrir jafnrétti, öll eiga að njóta félagslegrar verndar og byggja þarf upp heimshagkerfi án aðgreiningar, laust við leifar nýlendustefnunnar.

Samtökin kalla eftir nýjum samfélagssáttmála í yfirlýsingunni þar sem launaréttlæti er haft að leiðarljósi. Á þeim grunni sé hægt að skapa frið og takast á við og sigrast á brýnum áskorunum nútímans og framtíðarinnar.

Lesa má yfirlýsingu ITUC hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?