Sláandi launamunur leikskólaliða

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á launamismun leikskólaliða í Reykjavík annars vegar og Kópavogi hins vegar á Facebook síðu sinni í dag.

„Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir útborguð laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum. Launin eru þó ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum sveitarfélögum. Þar munar heilum 45 þúsund krónum á mánuði. Það er vegna þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa sem hin sveitarfélögin gera ekki. Og neita að gera. Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?"

Það er ekki von að hún spyrji. Þetta eru lág laun hvernig sem er á litið en það munar svo sannarlega um þessar aukagreiðslur sem Reykjavík greiðir en hin sveitarfélögin ekki.

     


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?