LL framlengir kjarasamning

Samninganefnd Landssambands lögreglumanna undirritaði í dag framlengingarsamkomulag við Samninganefnd ríkisins. Framlengingarsamkomulagið tekur gildi frá því að síðasta framlengingarsamkomulag LL rann út, eða frá 1. febrúar 2014. Framlenging kjarasamningsins gildir til loka apríl 2015.

Samkomulagið er á svipuðum nótum og önnur framlengingarsamkomulög kjarasamninga sem gerð hafa verið við aðildarfélög BSRB að undanförnu. Þá eru í samningnum ákveðnar breytingar á vaktafyrirkomulagi lögreglumanna

Helstu atriði þessa framlengingarsamkomulags eru eftirfarandi:

Gildistími:                         1. febrúar 2014 – 30. apríl 2015. 

Hækkun launa:                2,8% frá 1. febrúar 2014, er síðasta framlengingarsamkomulag rann út.

Eingreiðsla:                      Kr. 20.000,- í lok samningstímans fyrir þá sem eru í fullu starfi þann 1. febrúar 2015 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi eða starfa hluta úr mánuði.

Orlofsuppbót:                  Fer úr kr. 28.700,- í kr. 39.500,-.

Desemberuppbót:          Fer úr kr. 52.100,- í kr. 73.600,-.

Atkvæðagreiðsla um samkomulagið mun fara fram á næstunni og er niðurstöðu hennar að vænta þann 2. maí næstkomandi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?