LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 30. október sl. Kynningarfundir um efni hins nýja samnings standa yfir og atkvæðagreiðsla vegna samninganna stendur yfir.

Nú þegar hafa fulltrúar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna kynnt efni samningsins á Reyðarfirði og í kvöld, mánudaginn 3. nóvember, verður samningurinn kynntur félagsmönnum á Akureyri. Annað kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember, verður samningurinn kynntur félagsmönnum LSS á Vestfjörðum og fer sá fundur fram á Ísafirði.

Atkvæðagreiðslu um nýjan samning lýkur þriðjudaginn 11. nóvember kl. 12:00 á hádegi. Niðurstöður verða kynntar í kjölfarið. Samningurinn mun gilda frá 1. maí á þessu ári fram til 30. apríl 2015.


 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?