Málþing á vegum velferðarvaktarinnar

Velferðarvaktin mun standa fyrir málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða þann 17. janúar kl.12:30-16:10 í Háskóla Íslands.

Velferðarvaktin er óháður álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka á sviði velferðarmála. Hér að neðan má sjá drög að dagskrá málþingsins sem haldið er í samstarfi við velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Heimili og skóla, Kennarasamband Íslands og  Félag stjúpfjölskyldna. Eins og áður sagði fer málþingið fram þann 17. janúar 2014 í Bratta, húsi menntavísindasviðs Háskóla Íslands kl. 12.30 - 16.10. Yfirskrift þingsins er „Tekur samfélagið mið af margbreytileika fjölskyldugerða?“

Dagskrá málþingsins:

12.30 Opnun málþings - Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar

12.40  Ávarp - Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

12.55 Stjúpfjölskyldur, best geymda leyndarmálið - Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri

13:15 „Á ég að teikna fjölskylduna mína?“ - Edda Guðmundsdóttir, umsjónarkennari í

Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði

13.35 Fjölskyldugerðir í barnaverndarmálum - Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og sviðsstjóri

ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu

13.55 Tekur fjölskyldustefna mið af margbreytileika fjölskyldna? - Guðný Eydal,

félagsráðgjafi og prófessor við félagsráðgjafadeild HÍ

14.15 Kaffihlé

14.45 „Það er flóknara að vera í stjúpfjölskyldu en ég átti von á“. Kynning á könnun.

Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi, aðjúnkt og formaður Félags stjúpfjölskyldna

15.10 Pallborð – Næstu skref:

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði

Ketill Magnússon , formaður Heimilis og skóla

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu

15.45 Samantekt - Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ

16.00 Ráðstefnuslit – Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra

Aðgangseyrir 1800 kr.

Fundarstjóri Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?