Málþing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja

Þann 13. október mun Samband lífeyrisþega ríkis og bæja efna til málþings þar sem fjögur erindi er varða hin ýmsu málefni lífeyrisþega verða flutt. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala og Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona munu allar flytja erindi en ítarlegri dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.

Allir áhugasamir eru velkomnir á málþingið sem fer fram kl. 13 þann 13. október í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Að loknum erindunum munu fyrirlesarar svara spurningum viðstaddra. SLRB mun svo bjóða upp á veitingar að málþinginu loknu en gert er ráð fyrir að dagskrá verði lokið um kl. 15.

Dagskrá:

13:00 Setning – Elín Brimdís Einarsdóttir, formaður SLRB

13:05 Áunnin réttindi og almannatryggingar – Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

13:30 Aldursvæn Reykjavík. Hvað er nú það? – Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs

13:50 Hvað skiptir mestu máli við val á hjúkrunarheimili, fallegt hús eða góð hjúkrun? – Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala

14:15 Erum ekki komin í ruslaflokk – Erna Indriðadóttir, fjölmiðlakona

14:45 Kaffi í boði Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja

Fundarstjóri: Ágúst Bogason, kynningarfulltrúi BSRB






Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?