Málþing um heilbrigðisþjónustu í beinni á vefnum

Málþing um mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu og þann mannauð sem þar starfar verður haldið á vegum BSRB að Grettisgötu 89,  í dag 31. október 2013. Dagskráin hefst kl. 13:00 með setningu formanns BSRB og svo mun heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Ráðstefnan er öllum opin en dagskrá hennar má sjá hér að neðan.

Til að fylgjast með málþinginu á vefnum þarf að fara á slóðina straumur.bsrb.is. Nota þarf aðgangsorðið bsrb og lykilorðið er sömuleiðis bsrb. Þegar inn á síðuna er komið þarf að velja valmöguleikan live streaming vinstra megin á síðunni.

 

Dagskrá:

  • 13:00- 13: 10
    • Setning
      • Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB setur þingið
  • 13:10 – 13: 30
    • Ávarp
      • Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
  • 13: 30 – 13:50
    • Hugleiðingar um árangursríka heilbrigðisþjónustu
      • Rúnar Vilhjálmsson
  • 13:50 – 14: 10
    • Mannauður heilbrigðisþjónustunnar og þverfagleg samvinna
      • Anna Stefánsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala
  • 14:10- 14:30
    • Gerir alþingi sér grein fyrir stöðu heilbrigðismála í dag?
      • Sigríður Ingibjörg, formaður velferðarnefndar alþingis
  • 14:30- 14:50
    • Er eftirlit með heilbrigðisþjónustunni að virka?
      • Geir Gunnlaugsson, landlæknir
  • 14:50 – 15: 10
    • Kaffi í boði BSRB
  • 15:10 – 16:40
    • Setið fyrir svörum
      • Þau sem fluttu ávörp og erindi sitja í panel og taka á móti fyrirspurnum
  • 16:40 – 16:50
    • Samantekt
      • Guðrún Árnadóttir, fulltrúi Heilbrigðis og velferðarnefndar BSRB
  • 16:50
    • Slit á málþingi
      • Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB slítur samkomunni.

Fundastjóri verður Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Heilbrigðis og velferðarnefndar BSRB 


 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?