Málþing um persónuvernd í BSRB-húsinu

Málþingið fer fram næstkomandi föstudag, 15. mars.

Innleiðing breyttrar persónuverndarlöggjafar hjá hinu opinbera er efni málþings sem Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt standa sameiginlega að í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89 næstkomandi föstudag, 15. mars.

Málþingið er ætlað núverandi og tilvonandi starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum og er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá sjónarhorni stjórnsýslunnar og siðfræðinnar. Það er einnig hluti af nýju diplómanámi á grunnstigi háskóla sem Háskólinn á Bifröst og Starfsmennt settu á fót haustið 2018.

Námið miðar að því að veita núverandi og tilvonandi starfsmönnum hins opinbera hagnýta þjálfun og fræðilega undirstöðu sem nýtast í starfi. Sett hefur verið saman heildstæð námsleið til BA prófs í opinberri stjórnsýslu og geta áhugasamir kynnt sér betur báðar námsleiðir, það er diplómanámið og BA námið, á málþinginu.

Nauðsynlegt er að skrá sig í málþingið. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar.

Dagskrá:
  • 12:45: Húsið opnar - kaffi
  • 13:00: Setning málþings
  • 13:10: Innleiðing breyttrar löggjafar – reynslusögur frá sveitarfélagi og ríkisstofnun – Telma Halldórsdóttir, persónuverndarfulltrúi Garðabæjar og Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi hjá embætti landlæknis
  • 14:00: Kynning á námsleið í opinberri stjórnsýslu til diplóma og BA gráðu – Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst
  • 14:15 :Kaffihlé
  • 14:30: Persónuverndarlögin með augum siðfræðinnar – Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki og stundakennari við Háskólann á Bifröst
  • 15:30: Pallborðsumræður og málþingsslit

Sjá nánari upplýsingar á Facebook-síðu viðburðarins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?