Mikil ánægja með styttingu vinnuvikunnar

Í nýrri könnun sem Sameyki, aðildarfélag BSRB, lét Gallup gera um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki kemur í ljós að átta af hverjum tíu eru ánægð með styttingu vinnuvikunnar. Ánægjan er mest hjá þeim þar sem vinnuveitandi fylgdi innleiðingarferlinu skref fyrir skref og umbótasamtali með starfsfólkinu.

Þá kemur fram í könnuninni, sem gerð var á tímabilinu nóvember til desember 2021, að ánægjan jókst eftir því sem starfsfólkið var betur virkjað og haft með í ráðum hvernig stytting vinnuvikunnar væri framkvæmd. Nærri tveir af hverjum þremur telja auk þess að stytting vinnuvikunnar hafi haft jákvæð áhrif á gæði vinnu sinnar.

Árangur beintengdur innleiðingarferli

Ljóst er samkvæmt könnuninni að eftir því sem innleiðingarferlinu vegna styttingu vinnuvikunar var fylgt nákvæmar, því betri var líðan og öryggi starfsfólksins. Sterkt samband kemur fram á milli þess að hafa tekið þátt í umbótaferlinu og haft áhrif á útfærsluna og þess að geta nýtt sér styttingu vinnuvikunnar.

 

Frekari upplýsingar um könnunina má finna á vef Sameykis: https://www.sameyki.is/frettir/stok-frett/2022/05/13/Anaegja-med-styttingu-vinnuvikunnar-hja-felagsfolki-Sameykis-i-dagvinnu/

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?