Mikill stuðningur við félagslegt heilbrigðiskerfi

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði, fjallar í Fréttablaðinu í dag um viðhorf Íslendinga til einkarekinnar og félagslegrar heilbrigðisþjónustu. Rúnar hélt erindi um sama efni á nýafstöðnu þingi BSRB þar sem kom m.a. fram að yfirgnæfandi stuðningur er við félagslega rekið heilbrigðiskerfi hér á landi.

Í greininni segir Rúnar að „...vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildar­kostnað en önnur kerfi.“

Grein Rúnars má lesa í heild sinni hér á vef Vísi.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?