Fulltrúar BSRB voru meðal um 70 þátttakenda á stórum fundi með þjóðfundarsniði sem haldinn var á mánudag. Þar ræddu fulltrúar vinnumarkaðarins um nýtt kjarasamningsmódel og komu fram með ábendingar sem munu nýtast við vinnu Salek-hópsins.
Fundarmönnum var skipt á níu borð. Á hverju borði fóru fram umræður og hugmyndavinna þar sem markmiðið var að fá fram hugmyndir og skoðanir á vinnu við nýtt kjarasamningsmódel.
Eftir hádegishlé flutti Dr. Steinar Holden, prófessor við Oslóarháskóla, erindi þar sem hann fjallaði um hvernig kjaraviðræður á Íslandi eru frábrugnar því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Hann fór yfir hvernig vinnumarkaðurinn í Noregi, Danmörku og Svíþjóð ákvað á tíunda áratug síðastu aldar að stefna að samningum sem hefðu í för með sér litla verðbólgu og litlar verðhækkanir. Þá ræddi hann þær áskoranir sem gætu fylgt því að reyna að búa til nýtt kerfi hér á landi sem að einhverju leyti byggt á norrænni fyrirmynd.
Eftir erindi Holden fengu fundarmenn það hlutverk að fjalla um þrjár mismunandi spurningar sem sprottnar voru upp úr vinnu hans. Ætlunin er að niðurstöðurnar nýtist Holden, sem nú vinnur að skýrslu sem nota á sem innlegg í vinnuna hér á landi.
Fleiri myndir frá fundinum má sjá á Facebook-síðu BSRB.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (staða og valdheimildir ríkissáttasemjara), 24. mál.
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða), mál nr. S-40/2025
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp um breytingu á húsaleigulögum nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá) (2025-6396)
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022 (aukin réttindi foreldra), 146. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála, 75. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (stöðugleikaregla o.fl.), 171. mál.
- Efni: Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga og breyting leigufjárhæðar), 224. mál.
- Umsögn BSRB um frumvarp til breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (sjálfskaparvíti), 212. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, 215. mál (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu)
- Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028, 227. mál
- Umsögn BSRB um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um sýslumann, 186. mál
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB
- - Forsíða: Flýtileiðir