Námskeið á vegum Framvegis

Starfsemi Framvegis er hafin aftur eftir sumarlokun og hefjast fyrstu námskeiðin í september en opnað verður fyrir skráningu 25. ágúst klukkan 10:00. 

Framkvæmdir standa nú yfir í húsnæði Framvegis þar sem unnið er af kappi við uppbyggingu eftir brunann í Skeifunni fyrr í sumar. Skrifstofan í Skeifunni 11 verður því lokuð um nokkurn tíma en starfsmenn standa vaktina á meðan í öðru húsnæði.

Eins og venjulega er hægt að ná í starfsfólk í síma 581-1900 á milli kl. 8 og 16 virka daga. Einnig eru flestar upplýsingar aðgengilegar á vef Framvegis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?