Námskeið á vegum Starfsmenntar

Nú standa yfir nokkur námskeið á vegum Starfsmenntar sem nýst gætu félagsmönnum BSRB, starfsfólki aðildarfélaga BSRB og trúnaðarmönnum.

Vinnumarkaðurinn tekur stöðugum, stundum hröðum, breytingum, með tækninýjungum og breyttum áherslum. Því er mikilvægt að leggja áherslu á hverskonar starfstengda menntun, til að fylgja eftir og styrkja stöðu okkar á markaði. Starfsmennt býður fjölbreytt úrval náms, allt frá stuttum námskeiðum til lengri námsleiða, sem allt er sniðið þannig að hægt sé að stunda það samhliða starfi. 
Allt nám og þjónusta Starfsmenntar er aðildarfélögum að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Allar nánari upplýsingar má finna á vefnum
www.smennt.is, þar sem skráningar í nám fara fram og svo svörum við fúslega öllum fyrirspurnum í síma 550-0060.

 

Jafnlaunastaðall - hefst 16. sept.

Ekki missa af námskeiðum um innleiðingu Jafnlaunastaðals á vinnumarkaði. Fyrsta námskeiðið er núna á miðvikudaginn en þau eru fjögur í allt og taka á ólíkum þáttum og innleiðingu jafnlaunastaðals.

1) Kynning og innleiðing - 16. september
2) Starfaflokkun - 23. september
3) Launagreining - 30. september
4) Gæðastjórnun og skjölun - 7. október

Markmiðið er að auka færni og þekkingu þátttakenda til þess að greiða fyrir og hvetja til innleiðingar á Jafnlaunastaðlinum.
Jafnlaunastaðallinn er staðall, gefin út af heildarsamtökum launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda, sem miðar að því að vinna að auknu launajafnrétti og því að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins. 

Smelltu hér til að skrá þig og fá nánari upplýsingar. 
 

Fjármál og rekstur  - hefst 25. sept.

- Einnig fjarkennt

Frábært nýtt nám fyrir alla sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála- og verkefnastýringar. Hér er farið yfir flest allt sem snýr að fjármálum verkefna, s.s. leiðir til að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns, gerð fjárhagsáætlana, kostnaðagreininga, virðisgreininga, fjármögnungarleiðir og áhættumat. 

Farið er yfir greiningu og flokkun verkefna og hvernig mikilvæg verkefni eru meðhöndluð og stofnun verkefnahópa sem skila bestum árangri. Kenndur verður grunnur í Agile verkefnastjórnun með áherslu á Kanban og Scrum.

Þátttakendur vinna hagnýt verkefni í náminu og ná því strax að tengja námsefnið við raunverulegar aðstæður.

Smelltu hér til til að skrá þig og fá nánari upplýsingar. 
 

Verkefnastjórnun - hefst 7. okt.

 - Einnig fjarkennt

Flest okkar þurfa, á einum tímapunkti eða öðrum, að halda utan um verkefni eða viðburðaskipulagningu af einhverju tagi. Þetta er hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti verkefnastjórnunar og hvaða atriði hafa þarf í huga til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Þáttakendum er einnig bent á og kennt að nota ýmis forrit sem geta auðveldað verkið til muna. 

Smelltu hér til að skrá þig og fá nánari upplýsingar.
 

Stuðningsfulltrúar, framhald - hefst 12. okt.

 - Einnig fjarkennt

Á þessari önn bjóðum við upp á Starfsnám stuðningsfulltrúa - framhaldsnám, þar sem þekking þátttakenda á lífi og aðstæðum fatlaðra er dýpkuð enn frekar. Meðal efnisþátta eru mannréttindi, geðsjúkdómar, fíkn, kynfræði, hreyfihamlanir, herynarskerðing og blinda. 

Gerð er krafa um að þátttakendur hafi lokið Starfsnámi stuðningsfulltrúa - grunnnámi, en það verður í boði á  vorönn 2016. 

Smelltu hér til að skrá þig og fá nánari upplýsingar.
 

Vaktavinna og lýðheilsa - hefst 2. nóv.

Það er óumdeilt að vaktavinna getur haft talsverð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Til að sporna gegn mögulegum og óæskilegum langtímaáhrifum vaktavinnu hafa aðilar á vinnumarkaði sameinast um fræðslu fyrir stjórnendur sem skipuleggja vaktir og starfsmenn sem ganga þær. Markmiðið er að bjóða heildstætt og hagnýtt nám þar sem fjallað er um rannsóknir á heilsu, einstaklingsmun, lífshlutverkum og vinnuumhverfi. Einnig eru kjarasamningsbundndin réttindi kynnt. 

Einnig verður veitt þjálfun í skráningu og notkun vaktkerfa og fjallað um forvarnir, uppbyggingu og lýðheilsufræðileg markmið.  

Smelltu hér til til að skrá þig og fá nánari upplýsingar. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?