Námskeið fyrir trúnaðarmenn í febrúar

Enn er hægt að skrá sig á trúnaðarmannanámskeið BSRB sem verður haldið dagana 13. og 14. febrúar af Félagsmálaskóla alþýðu. Boðið verður upp á Trúnaðarmannanámskeið I, 2. þrep og mun námskeiðið fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.

Á 2. þrepi læra nemendur reiknitölur helstu launaliða, kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta.

Trúnaðarmannanámskeið II heldur svo áfram í mars og apríl en þá verða kennd 6. og 7. þrep. Meðal efnis á þeim hluta er helstu áhættuþættir meðvirkninnar, nemendur kynnast ýmsum ráðum sem má nota við vinnu, skipulagningu og gögn. Á 7. þrepi kynnast nemendur starfi náms- og starfsráðgjafa og mikilvægi þeirra við að aðstoða val á námi og starfi. Nemendur læra að setja upp eigin færnimöppu og kynnast því hvernig færnimappan nýtist trúnaðarmanninum til að greina hæfni sína, sinna starfi trúnaðarmanns og greina styrkleika sína.

Námskeiðið á 6. þrepi fer fram 13. og 14. mars í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.

Námskeiðið á 7. þrepi fer fram 5. og 6. apríl í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.

Allar frekari upplýsingar og skráning fer fram á vef Félagsmálaskóla alþýðu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?