Námskeið um hvíldartíma og frítökurétt

Námskeið þar sem farið verður yfir ákvæði og reglugerðir um um hvíldartíma og ávinnslu á frítökurétti í umhverfi starfsmanna sem vinna vaktavinnu eða óreglubundna vinnu verður haldið fimmtudaginn 19. mars næstkomandi á vegum Félagsmálaskóla Alþýðu.

Ná,skeiðið stendur í fjórar klukkustundir frá kl. 13:00-16:00 þar sem farið verður yfir hvernig skal hátta 11 tíma hvíld,hvernig fríökuréttur ávinnst og er nýttur. Vafist hefur fyrir mörgum að reikna út frítökurétt og hvíldartíma þegar um vaktavinnu er ræða eða mismunandi vinnutíma á hverjum sólarhring.

Námskeiðið byggir á fyrirlestri, dæmum og verkefnum sem nemendur leysa. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum innan ASÍ og BSRB. Frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér og skráning fer fram á hér.


 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?