Námskeið um lífeyrismál fyrir sjóðsfélaga í LSR

Mikilvægt er að skrá þátttöku á fræðslufundunum fyrir 22. janúar næstkomandi.

Fræðslufundir um lífeyrismál fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem eru virkir sjóðfélagar í LSR og eru að nálgast starfslok verða haldnir mánudaginn 27. janúar næstkomandi.

Haldnir verða tveir aðskildir fundir. Klukkan 15 hefst fundur fyrir sjóðfélaga sem greiða í A-deild LSR en klukkan 16:30 hefst fundur fyrir sjóðfélaga sem greiða í B-deild LSR. Fundirir fara fram í sal á jarðhæð í húsnæði BSRB við Grettisgötu 89.

Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá sig á fundinn fyrir 22. janúar næstkomandi. Það er hægt að gera með því að hringja í síma 525 8306 eða með því að senda tölvupóst á netfangið johanna@bsrb.is. Tilgreina þarf nafn, kennitölu, aðildarfélag og hvort greitt er í A- eða B-deild LSR.

Hægt verður að fylgjast með fundunum í gegnum vefinn fyrir þá sem hafa áhuga á því og eiga ekki heimangengt með því að smella hér um það leyti sem fundirnir eru að hefjast.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?