Námskeið um vinnuslys og vinnuslysarannsóknir

Vinnueftirlitið minnir á námskeið um Vinnuslys og vinnuslysarannsóknir þar sem fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa, mikilvægi þess að skrá vinnuslys skipulega og miðlun upplýsinga vegna slysa.

Einnig er fjallað um nýtingu slysaupplýsinga til forvarnastarfs. Kynntar verða aðferðir Vinnueftirlitsins við slysarannsóknir. Nemendur gera stutta rannsókn á vinnuslysi.

Skráning fer fram á heiðmasíðunni: www.vinnueftirlit.is,

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: vala@ver.is eða í síma Vinnueftirlitsins, 550 4600.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?