Norræn ráðstefna um starfsendurhæfingu

VIRK starfsendurhæfingarsjóður stendur fyrir norrænni ráðstefnu um starfsendurhæfingu dagana 5. til 7. september á Hilton Reykjavík Nordica. Hægt er að skrá sig á heimasíðu sjóðsins.

Þema ráðstefnunnar er matsferlið í starfsendurhæfingu og stjórnun þess og samtenging starfsendurhæfingar og vinnustaðarins, hvernig efla megi endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi og slys.

Fyrirmyndarverkefni rýnd

Þá verður sérstök áhersla lögð á að skoða betur rannsóknir og gæðaverkefni sem þykja til fyrirmyndar þar sem farið er yfir hvernig hægt er að auðvelda samvinnu milli vinnustaða og starfsendurhæfingar sem skila mun einstaklingnum aftur til vinnu á sem skilvirkastan hátt.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesara og fleira, má finna á vef VIRK og á vefsíðu ráðstefnunnar

. Ráðstefnan mun fara fram á ensku, og er hægt að skrá sig til þátttöku rafrænt.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?