Ný stjórn LSS kjörin á þingi

Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) kaus nýjan formann og nýja stjórn yfir félagið síðastliðinn laugardag. Stefán Pétursson, neyðarflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, er nýr formaður LSS.

BSRB óskar Stefáni til hamingju með góða kosningu og hlakkar til þess að eiga samstarf við hann á komandi árum.

BSRB þakkar jafnframt fráfarandi formanni, Sverri Birni Björnssyni, kærlega fyrir samstarfið á undanförnum árum, og óskar honum velfarnaðar í störfum í framtíðinni.

Allir nýir í stjórn
Auk Stefáns náðu kjöri í stjórn LSS þeir Lárus St. Björnsson varaformaður, Ásgeir Þórisson, Magnús Smári Smárason, Njáll Pálsson og Jón Pétursson. Varamenn í stjórn eru þeir Viður Arnarsson og Hlynur Kristjánsson. Þeir koma allir nýir inn í stjórnina, og býður BSRB þá velkomna til starfa.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?