Nýr enskur vefur lítur dagsins ljós hjá BSRB

Nýr enskur vefur á heimasíðu BSRB hefur verið settur í loftið.

Á nýja vefnum má finna ítarlegar upplýsingar um réttindi og skyldur starfsfólks á opinbera og almenna markaðinum auk allra helstu upplýsinga um starfsemi BSRB, t.a.m. skipulag, stjórn, starfsfólk, nefndir, stefnumál, fræðslu og styrki.

„Við erum afar ánægð með þessa viðbót á BSRB vefinn sem mun auðvelda aðgengi erlends félagsfólks að hagnýtum upplýsingum um kaup, kjör, réttindi og starfsemi aðildarfélaga BSRB og þá þjónustu sem þau veita“, segir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB.

Skoða vef


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?