Nýr formaður Póstmannafélags Íslands

Jón Ingi Cæsarsson er nýr formaður Póstmannafélags Íslands.

Jón Ingi Cæsarsson hefur verið kjörinn formaður Póstmannafélags Íslands. Hann tók við embættinu af Höllu Reynisdóttur, fyrrverandi formanni félagsins, á aðalfundi mánudaginn 24. apríl 2017.

Jón Ingi hefur þekkir vel til hjá PFÍ. Hann sat í stjórn félagsins frá 1984 til 1986, og aftur frá 1990 til ársins 2009. Jón var einn í framboði til formanns félagsins þar sem Halla hafði ákveðið að stíga til hliðar.

Um leið og Jóni Inga er óskað velfarnaðar í nýju embætti þakkar starfsfólk BSRB Höllu Reynisdóttur kærlega samstarfið í gegnum tíðina.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?