Nýr formaður tekur við hjá FOS-Vest

Sigurður Arnórsson, nýr formaður FOS-Vest (til hægri) ásamt Hálfdáni Bjarka Hálfdánarsyni (fyrir miðju) og Gylfa Guðmundssyni, sem báðir eru fyrrverandi formenn félagsins.

Sigurður Arnórsson var kjörinn formaður Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOS-Vest, á aðalfundi félagsins nýverið. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Sigurður hafði setið í stjórn félagsins í eitt ár og gaf hann einn kost á sér í embætti formanns á fundinum. Á aðalfundi félagsins var Viktoría Guðbjartsdóttir kjörin ný inn í stjórnina. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að skipta með sér verkum.

BSRB þakkar Hálfdáni Bjarka kærlega fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Starfsmenn bandalagsins hlakka til að vinna með Sigurði eftir vaktaskiptin í brúnni hjá FOS-Vest.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?