Nýr framkvæmdastjóri NFS

Formannafundur NFS, Norræna verkalýðssambandsins, kaus í gær Magnús Gissler í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Gissler hefur talsverða reynslu af störfum stéttarfélaga og mun hann formlega hefja störf hjá NFS á vormánuðum þegar hann hefur lokið skyldum sínum á núverandi vinnustað.

NFS eru stærstu samtök launafólks á Norðurlöndum með um 9 milljónir félagsmanna. BSRB tekur virkan þátt í starfi NFS og mun m.a. koma að því að halda fund NFS hér á landi í maí næstkomandi. Fundurinn mun fara fram á Stykkishólmi og von er á forystufólki helstu heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndum á fundinn, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?