Nýr kynningarfulltrúi BSRB

Brjánn Jónasson hefur hafið störf sem kynningarfulltrúi BSRB. Þar mun hann stýra ytri og innri upplýsingagjöf bandalagsins, skipulagningu funda og samskiptum við fjölmiðla.

Brjánn starfaði áður sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi. Fyrir það starfaði hann sem blaðamaður á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Brjánn er með meistaragráðu í alþjóðablaðamennsku frá City University í London og BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?