Nýr sérfræðingur BSRB kominn til starfa

Karl Sigurðsson er nýr sérfræðingur BSRB.

Karl Sigurðsson, nýr sérfræðingur BSRB á sviði framtíðarvinnumarkaðarins og menntamála, hefur nú hafið störf hjá bandalaginu. Meginverkefni Karls verður að vinna að stefnumótum BSRB í menntamálum, til dæmis varðandi framtíðarvinnumarkaðinn og 4. iðnbyltinguna.

Karl hefur undanfarna tvo áratugi starfað sem sérfræðingur Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðsmál og starfaði þar á undan hjá Félagsvísindastofnun. Hann er með BA gráðu í stjórnmála- og fjölmiðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að meistararitgerð í félagsfræði við sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

Í starfi sínu fyrir BSRB mun Karl annast greiningar og safna saman og tryggja gott aðgengi að upplýsingum um hvaða breytingar kunna að verða á störfum félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins. Þá mun hann einnig deila upplýsingum um fræðslustofnanir aðildarfélaganna og vinnumarkaðarins sem og leggja grunn að stefnumótun BSRB þegar kemur að starfs- og símenntun, framhaldsfræðslu og framtíðarvinnumarkaðnum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?