Nýr vefur BSRB kominn í loftið

Nýr vefur BSRB er nú kominn í loftið.

Vertu velkomin(n) á nýjan vef BSRB! Á nýjum vef bandalagsins má finna allar grundvallarupplýsingar um starfsemina, stefnuna, aðildarfélögin, starfsmennina og fleira. Efnið sem var á gamla vefnum hefur verið uppfært og gert aðgengilegra.

Á nýjum vef, sem lagar sig að sjálfsögðu að öllum snjalltækjum og tölvum, getur þú lesið fréttir af starfseminni, pistla eftir forystufólk bandalagsins og skoðað réttindi opinberra starfsmanna á vinnuréttarvefnum.

Allt efnið á gamla vefnum hefur verið fært yfir, en rekist þú á eitthvað sem vantar getur þú haft samband og kannað hverju það sætir.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?