Nýskipan í opinberum fjármálum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands bjóða til  
morgunverðarfundar þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Nýskipan í opinberum fjármálum : Heildstæð stefnumótun, aukið samráð og nýjar áherslur við framkvæmd fjárlaga“.

Nýtt frumvarp um opinber fjármál verður þar til kynningar og umræðu. Sérstaklega verður fjallað um hver áhrifin á rekstrarumhverfi stofnana ríkis og sveitarfélaga verða. Fundurinn er sérstaklega hugsaður fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum og starfsmönnum ráðuneyta.

Þátttökugjald er kr. 4400,-  morgunverður innifalinn.   Skráningu á fundinnmá nálgast hér en dagskráin verður eftirfarandi:

1.Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og formaður stýrinefndar sem vann að endurskoðun á lögum um fjárreiður ríkisins. Nýtt frumvarp um opinber fjármál - kynning.

2.Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hver verða áhrifin á sveitarfélögin í landinu?

3.Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri. Breytt vinnulag við fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga. Hvað þýðir það fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera?

4.Gunnar Hall, fjársýslustjóri. Ný framsetning reikningsskila - betri yfirsýn, aukið gagnsæi.

Umræður

Fundarstjóri: Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?