Opinn fundur: jafnréttislög og ráðningar

Opinn fundur um jafnréttislög og ráðningar verður haldinn í Háskóla Íslands þann 26. mars 2015 frá kl. 12:00 til 13:00. Fundurinn fer fram í Odda í stofu 101 og þar mun Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður fjalla um álitamál við ráðningar.

Nýverið hafa komið upp álitamál er lúta að ákvæðum jafnréttislaga og framkvæmd ráðninga. Dómur féll í Hæstarétti á dögunum sem mun hafa afgerandi áhrif á afstöðu til kyns umsækjenda við ráðningar og mat á mögulegri mismunun.

Hefur þar verið tekist á um niðurstöður ráðningarviðtala, persónuleikaprófa, áherslur við ráðningu og fleira. Við meðferð mála hjá kærunefnd jafnréttismála hefur þáttum sem þessum verið veitt lítið vægi og talið réttara að horfa til hlutlægra mælikvarða þegar það kemur að því að meta mögulega mismunun á grundvelli kyns.

Sú afstaða hefur leitt af sér niðurstöður sem hafa verið mjög umdeildar með hliðsjón af viðteknum hugmyndum í mannauðsstjórnun.

Umræðustjóri verður Svala Guðmundsdóttir, lektor í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands en viðburðurinn er ókeypis og opin öllum sem áhuga hafa.


 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?